„Megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni“ Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 13:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06