Hamrén: Viðar hlustaði á mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:04 Erik Hamrén á hliðarlínunni á Parken í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira