Sara Rún aðeins sú þriðja sem skorar þrjátíu stig í leik fyrir A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:00 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020) Körfubolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
Körfubolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum