Kjartan Jóhannsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 08:13 Kjartan Jóhannsson starfaði á ferli sínum meðal annars sem þingmaður, ráðherra og sendiherra. Stjórnarráð Íslands Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra, er látinn, áttræður að aldri. Í Morgunblaðinu segir að Kjartan hafi andast á heimili sínu síðastliðinn föstudag. Kjartan var menntaður í rekstrarhagfræði frá Stokkhólmsháskóla og lauk MS-prófi í rekstrarverkfræði og síðar doktorsprófi frá Illinois Institute of Technology í Chicago árið 1969. Hann var þingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1978 til 1989 og sjávarútvegsráðherra á árunum 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra á árunum 1979 til 1980. Þá var hann forseti neðri deildar þingsins 1988 til 1989. Kjartan var skipaður sendiherra árið 1989 – stöðu sem hann gegndi allt til ársins 2006. Hann var sendiherra í Brussel 2002 til 2005, starfaði í ráðuneytinu 2000 til 2002, var aðalframkvæmdastjóri EFTA á árunum 1994 til 2000 og sendiherra og fastafulltrúi í Genf 1989 til 1994. Á vef Alþingis kemur fram að Kjartan hafi skrifað bækur, bókarkafla og greinar sem birst hafi í tímaritum og blöðum um verkfræði, skipulagsmál, heilbrigðismál, alþjóðamál og þjóðmál. Kjartan lætur eftir sig eiginkonu, Irmu Karlsdóttur bankafulltrúa, og dótturina Maríu Evu Kristínu, viðskiptafræðing og hagfræðing sem búsett er í Bandaríkjunum. Alþingi Stjórnsýsla Andlát Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira
Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra, er látinn, áttræður að aldri. Í Morgunblaðinu segir að Kjartan hafi andast á heimili sínu síðastliðinn föstudag. Kjartan var menntaður í rekstrarhagfræði frá Stokkhólmsháskóla og lauk MS-prófi í rekstrarverkfræði og síðar doktorsprófi frá Illinois Institute of Technology í Chicago árið 1969. Hann var þingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1978 til 1989 og sjávarútvegsráðherra á árunum 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra á árunum 1979 til 1980. Þá var hann forseti neðri deildar þingsins 1988 til 1989. Kjartan var skipaður sendiherra árið 1989 – stöðu sem hann gegndi allt til ársins 2006. Hann var sendiherra í Brussel 2002 til 2005, starfaði í ráðuneytinu 2000 til 2002, var aðalframkvæmdastjóri EFTA á árunum 1994 til 2000 og sendiherra og fastafulltrúi í Genf 1989 til 1994. Á vef Alþingis kemur fram að Kjartan hafi skrifað bækur, bókarkafla og greinar sem birst hafi í tímaritum og blöðum um verkfræði, skipulagsmál, heilbrigðismál, alþjóðamál og þjóðmál. Kjartan lætur eftir sig eiginkonu, Irmu Karlsdóttur bankafulltrúa, og dótturina Maríu Evu Kristínu, viðskiptafræðing og hagfræðing sem búsett er í Bandaríkjunum.
Alþingi Stjórnsýsla Andlát Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira