Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 21:00 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að breytingar verði á fyrirkomulagi leghálsskimana frá áramótum. VÍSIR/SIGURJÓN Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“ Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“
Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira