Nú vill Bayern München líka fá Íslandsbanann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 14:30 Dominik Szoboszlai fagnar hér sigurmarki sínu á móti Íslandi. Getty/Laszlo Szirtesi Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus. EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus.
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira