Missti föður sinn úr Alzheimer og blæs til stórsóknar gegn sjúkdómnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2020 22:47 Bill segir gagnasöfnun og deilingu gagna geta skipt sköpum í baráttunni gegn sjúkdómum. epa/Gian Ehrenzeller Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira