Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 00:58 Við sýnatöku eftir þrjár vikur á sjó reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni. Skipið hélt aftur á haf út áður en niðurstöður lágu fyrir en sneru í kjölfarið aftur í land. Vísir/Hafþór Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ákváðu skipverjar sem nú eru á sjó, úr áhöfninni sem var í landi þegar hin veiktist á túr í október, að lýsa yfir vantrausti í kjölfar nýlegrar yfirlýsingar Sveins Geirs skipstjóra í fjölmiðlum. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld og vísaði til bréfs sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Í bréfinu mun vera farið fram á að skipstjórinn hætti störfum. Hann er annar tveggja skipstjóra á Júlíusi Geirmyndssyni og sá sem stóð í brúnni þær þrjár vikur sem frystitogarinn var á sjó í október með 22 skipverja smitaða af Covid-19. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hve margir af skipverjunum um borð skrifuðu undir bréfið. Málið mun vera afar viðkvæmt. Sveinn Geir er alla jafna skipstjóri þessarar áhafnar en er nú í landi þar sem skipstjórarnir skiptu á túrum fyrir hinn umtalaða túr þar sem hópsýkingin kom upp. Með réttarstöðu sakbornings Sveinn Geir sagðist í yfirlýsingu til fréttastofu um helgina vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Ákveðið hefur verið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. 22 úr 25 áhöfn greindust smitaðir eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu Sveins Geirs, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eins og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ákváðu skipverjar sem nú eru á sjó, úr áhöfninni sem var í landi þegar hin veiktist á túr í október, að lýsa yfir vantrausti í kjölfar nýlegrar yfirlýsingar Sveins Geirs skipstjóra í fjölmiðlum. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld og vísaði til bréfs sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Í bréfinu mun vera farið fram á að skipstjórinn hætti störfum. Hann er annar tveggja skipstjóra á Júlíusi Geirmyndssyni og sá sem stóð í brúnni þær þrjár vikur sem frystitogarinn var á sjó í október með 22 skipverja smitaða af Covid-19. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hve margir af skipverjunum um borð skrifuðu undir bréfið. Málið mun vera afar viðkvæmt. Sveinn Geir er alla jafna skipstjóri þessarar áhafnar en er nú í landi þar sem skipstjórarnir skiptu á túrum fyrir hinn umtalaða túr þar sem hópsýkingin kom upp. Með réttarstöðu sakbornings Sveinn Geir sagðist í yfirlýsingu til fréttastofu um helgina vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Ákveðið hefur verið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. 22 úr 25 áhöfn greindust smitaðir eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu Sveins Geirs, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eins og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54
Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02