„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:08 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira