Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:40 Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir uppbyggingu nýs Landspítala því margt hefur breyst frá því sú fyrri var gerð. Vísir aðsend/Vilhelm Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06