Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Vert er að huga að nokkrum atriðum áður en fjarfundur hefst, til dæmis lýsingu, sjónarhorni og bakgrunni. Vísir/Getty Það er af sem áður var að nú þurfi að standa fyrir framan fataskápinn og velta fyrir sér vinnufatnaði dagsins. Eða að eyða góðum tíma í að hafa sig til áður en lagt er af stað til vinnu. Því þúsundir starfa nú heiman frá í fjarvinnu og til viðbótar við að hitta fólk á fjarfundum, hafa margir fært félagslífið yfir á netið. En það er ekki þar með sagt að fólk vilji ekki líta vel út, rétt eins og á við um flesta þegar mætt er til vinnu. Hér eru fimm góð ráð sem vert er að hafa í huga fyrir fjarfundi. 1. Lýsingin Birtan þarf að falla beint framan á þig, þ.e. það þarf að passa að hún falli ekki á þig frá hliðum eða á ská eða neðan frá. Eins má birtan ekki vera fyrir aftan þig og því þarf að forðast að sitja fyrir framan glugga. Ef þú ert í gluggalausu rými eða rými sem er dimmt er gott að stilla lampa upp fyrir framan tölvuna og beina honum þannig að ljósið skíni framan í þig. 2. Sjónarhornið Myndavélin þarf að vera beint fyrir framan þig. Margir flaska á þessu, sérstaklega fólk sem er á fjarfundum með fartölvuna fyrir framan sig og horfir oft niður á skjáinn. Einfalt og gott ráð er að stilla tölvuna í rétta hæð með því að stafla bókum undir hana. Þú þarft að horfa beint á skjáinn og myndavélin á að vera í augnhæð eða svo. Eins að muna að sitja upprétt/ur, horfa beint fram og reyna að vera kyrr í sætinu. Þá er gott að huga að fjarlægð við tölvuna þannig að andlitið sé ekki of nálægt myndavélinni. 3. Húðumhirða Myndavélin getur látið þig líta mjög vel út en eins tíu sinnum verr út en þú gerir í raun. Mælt er með því að bæði konur og karlar setji á sig rakakrem áður en fundur hefst og ef þörf er á, að nota hyljara á bólur. Ef varir eru þurrar eða sprungnar er mælt með því að setja á sig varasalva áður en fundur hefst. Einstaka fjarfundarbúnaður, til dæmis Zoom, býður upp á filtera sem gefa andliti og húð jafna áferð. Að huga að ásýnd húðarinnar er því atriði sem vert er að huga að en hana er auðvitað best að tryggja með því að hugsa sérstaklega vel um húðina almennt. 4. Æfing Að kíkja í spegilinn og laga t.d. hárið er eitthvað sem allir ættu að gera áður en fundur hefst og forðast þannig að fara að reyna að laga sig til þegar fundur er hafinn. Langbest er að undirbúa sig með æfingu í mynd þannig að þú sjáir nákvæmlega hvernig þú munt líta út á fundinum, áður en hann hefst. Sumir nota símann sinn og tengja sig þannig við tölvuna eins og þeir séu á fundi. Síðast en ekki síst er mikilvægt að læra á tæknina. Það er fátt verra en að uppgötva það að vera í mynd án þess að hafa gert sér grein fyrir því. 5. Bakgrunnur Mælt er með hlutlausum bakgrunni, helst hvítum. Þá er mælt með því að það sjáist sem minnst í kringum þig. Það er til dæmis ekki gott að vera með bókahillur á bakvið þig eða að myndavélin nái inn í önnur rými. Allt í kringum þig getur haft truflandi áhrif á það fólk sem er með þér á fjarfundinum. Fjarvinna Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Fjarvinna heldur víða áfram: Öryggi og algeng mistök „Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo. 25. maí 2020 11:00 Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það er af sem áður var að nú þurfi að standa fyrir framan fataskápinn og velta fyrir sér vinnufatnaði dagsins. Eða að eyða góðum tíma í að hafa sig til áður en lagt er af stað til vinnu. Því þúsundir starfa nú heiman frá í fjarvinnu og til viðbótar við að hitta fólk á fjarfundum, hafa margir fært félagslífið yfir á netið. En það er ekki þar með sagt að fólk vilji ekki líta vel út, rétt eins og á við um flesta þegar mætt er til vinnu. Hér eru fimm góð ráð sem vert er að hafa í huga fyrir fjarfundi. 1. Lýsingin Birtan þarf að falla beint framan á þig, þ.e. það þarf að passa að hún falli ekki á þig frá hliðum eða á ská eða neðan frá. Eins má birtan ekki vera fyrir aftan þig og því þarf að forðast að sitja fyrir framan glugga. Ef þú ert í gluggalausu rými eða rými sem er dimmt er gott að stilla lampa upp fyrir framan tölvuna og beina honum þannig að ljósið skíni framan í þig. 2. Sjónarhornið Myndavélin þarf að vera beint fyrir framan þig. Margir flaska á þessu, sérstaklega fólk sem er á fjarfundum með fartölvuna fyrir framan sig og horfir oft niður á skjáinn. Einfalt og gott ráð er að stilla tölvuna í rétta hæð með því að stafla bókum undir hana. Þú þarft að horfa beint á skjáinn og myndavélin á að vera í augnhæð eða svo. Eins að muna að sitja upprétt/ur, horfa beint fram og reyna að vera kyrr í sætinu. Þá er gott að huga að fjarlægð við tölvuna þannig að andlitið sé ekki of nálægt myndavélinni. 3. Húðumhirða Myndavélin getur látið þig líta mjög vel út en eins tíu sinnum verr út en þú gerir í raun. Mælt er með því að bæði konur og karlar setji á sig rakakrem áður en fundur hefst og ef þörf er á, að nota hyljara á bólur. Ef varir eru þurrar eða sprungnar er mælt með því að setja á sig varasalva áður en fundur hefst. Einstaka fjarfundarbúnaður, til dæmis Zoom, býður upp á filtera sem gefa andliti og húð jafna áferð. Að huga að ásýnd húðarinnar er því atriði sem vert er að huga að en hana er auðvitað best að tryggja með því að hugsa sérstaklega vel um húðina almennt. 4. Æfing Að kíkja í spegilinn og laga t.d. hárið er eitthvað sem allir ættu að gera áður en fundur hefst og forðast þannig að fara að reyna að laga sig til þegar fundur er hafinn. Langbest er að undirbúa sig með æfingu í mynd þannig að þú sjáir nákvæmlega hvernig þú munt líta út á fundinum, áður en hann hefst. Sumir nota símann sinn og tengja sig þannig við tölvuna eins og þeir séu á fundi. Síðast en ekki síst er mikilvægt að læra á tæknina. Það er fátt verra en að uppgötva það að vera í mynd án þess að hafa gert sér grein fyrir því. 5. Bakgrunnur Mælt er með hlutlausum bakgrunni, helst hvítum. Þá er mælt með því að það sjáist sem minnst í kringum þig. Það er til dæmis ekki gott að vera með bókahillur á bakvið þig eða að myndavélin nái inn í önnur rými. Allt í kringum þig getur haft truflandi áhrif á það fólk sem er með þér á fjarfundinum.
Fjarvinna Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Fjarvinna heldur víða áfram: Öryggi og algeng mistök „Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo. 25. maí 2020 11:00 Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00
Fjarvinna heldur víða áfram: Öryggi og algeng mistök „Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo. 25. maí 2020 11:00
Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00
Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00
Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01