„Að missa svona hjartans stundir er mjög erfitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 21:01 Sycamore Tree gefur út plötuna Western Sessions þann 4. desember næstkomandi. Aðsend mynd Sycamore Tree gefur út á miðnætti í kvöld nýtt lag á helstu efnisveitum, en það er nú þegar komið í spilun á Youtube. Lagið kallast Picking fights and pulling guns og er með „kántrý“ ívafi. Þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir bíða spennt eftir að geta haldið tónleika saman aftur en ný plata er væntanleg frá þeim í næsta mánuði. „Lagið hálfpartinn gleymdist í bunkanum en í lokaskrefum í gerð plötunnar þá mundum við eftir því. Það var það síðasta sem gert var í undirbúningi plötunnar. Það gleymdist vegna þess að í okkar reglubundnu hittingum þá prófuðum við það aldrei saman og komst þar af leiðandi ekki í okkar venjulega skipulag á lager okkar af lögum,“ segir Gunni um lagið í samtali við Vísi. Hann er sjálfur höfundur bæði lagsins og textans en með Ágústu Evu syngur Arnar Guðjónsson. „Textinn er stórum hluta byggður upp á gömlum kúreka frösum og orðum sem mörg hver eru ekki notuð í dag og hann fjallar um heiður og að hugsa vel um sína nánustu og vini og veita þeim skjól. Gömul gildi sem aldrei verða úrelt,“ segir Gunni og tengir hann persónulega vel við textann. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Picking fights and pulling guns - Sycamore Tree ft. Arnar Gudjónsson Kúrekalegir strengir „Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að búa til senur, myndir og stemningu samhliða tónlistinni. Fá hlustandann til að vera einhverstaðar annarstaðar en akkúrat þar sem hann er núna. Ferðast innanhúss í boði Sycamore Tree. Í þessu lagi þá sjáum við fyrir okkur senu úr spagettí vestra þar sem Clint Eastwood ríður inn sléttuna undir músík Ennio Morricone og það styttist í næsta skotbardaga þar sem hetjan stendur ein eftir. Öll okkar nálgun í þessu lagi kemur frá þessum heimi og tímabili kvikmyndanna. Arnar Guðjónsson sem syngur einmitt með Ágústu Evu í laginu og útsetur lagið skilur þennan heim betur en flestir og nær að skila „conceptinu“ sem við vorum að leita að fullkomlega. Kúrekalegir strengir dansa yfir kántrýtaktinum og skapa bara svala stemningu þótt við segjum sjálf frá.“ Þrátt fyrir heimsfaraldurinn gengur þeim Gunna og Ágústu Evu samt alltaf vel að vinna saman líkt og áður. „Við hittumst sjaldnar þó þar sem ekkert tónleikahald og æfingar þess tengdu eru en við hittumst þó reglulega til að vinna að músík og vinna í stúdíó við að klára og taka upp.“ Gunni og Ágústa Eva ætluðu að halda tónleika 11. desember en þeir verða að bíða betri tíma.Aðsend mynd Ýmislegt á teikniborðinu Platan þeirra Western Sessions kemur út 4. desember næstkomandi á öllum streymisveitum. „Hún er í raun „concept “ plata. Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að undirbúa tónleika og Þorleifur Gaukur Davíðsson sem er mikið kántrý skotin spilari var með okkur. Við höfum alltaf verið að daðra við kántrý stemningu og ákváðum að gera eina slíka skífu. Við áttum líka seríu af lögum sem mynduðu skemmtilega heild sem grunn að plötunni. Að vinna út frá þessu „concepti“ skilgreindi líka hvernig við útsettum tónlistina og allur hljóðheimur hennar speglast af því. Það er mjög gaman að vinna út frá „conceptum“ og ég þekki það vel sem hönnuður. Við munum gera það klárlega áfram og jafnvel koma mörgun á óvart í því. Stóra platan okkur sem kemur út í maí á næsta ári er til dæmis allt annar hljóðheimur. Stærri og dramatískari. Svo er ýmislegt á teikniborðinu.“ Gunni segir að það sé samt búið að vera afar flókið að vera tónlistarmaður á tímum Covid. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila á tónleikum fyrir fólk. Það eru stóru verðlaunin fyrir alla vinnuna við að koma úgáfum út og fyrir að sitja heima og semja lög og texta dögum og vikum saman að fólk í hröðum heimi nútímans að fólk gefi sér tíma til að setjast niður og hlusta. Síðustu tónleikar sem við héldum fyrir Covid var frábært kvöld í troðfullri Fríkirkjunni þar sem við og ekki síður salurinn gaf mikið af sér. Að missa svona hjartans stundir er mjög erfitt. Við áttum einmitt sama stað bókaðan 11. desember ásamt mikið af öðrum tónleikum núna í nóvember og desember sem er búið að aflýsa. Það er ekkert leyndarmál að tekjutap okkar og annara listamanna er afar mikið. Frá 80 til 100 prósent. En við notum tímann vel í að búa til nýja tónlist.“ Hægt er að hlusta á lagið Picking fights and pulling guns í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sycamore Tree gefur út á miðnætti í kvöld nýtt lag á helstu efnisveitum, en það er nú þegar komið í spilun á Youtube. Lagið kallast Picking fights and pulling guns og er með „kántrý“ ívafi. Þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir bíða spennt eftir að geta haldið tónleika saman aftur en ný plata er væntanleg frá þeim í næsta mánuði. „Lagið hálfpartinn gleymdist í bunkanum en í lokaskrefum í gerð plötunnar þá mundum við eftir því. Það var það síðasta sem gert var í undirbúningi plötunnar. Það gleymdist vegna þess að í okkar reglubundnu hittingum þá prófuðum við það aldrei saman og komst þar af leiðandi ekki í okkar venjulega skipulag á lager okkar af lögum,“ segir Gunni um lagið í samtali við Vísi. Hann er sjálfur höfundur bæði lagsins og textans en með Ágústu Evu syngur Arnar Guðjónsson. „Textinn er stórum hluta byggður upp á gömlum kúreka frösum og orðum sem mörg hver eru ekki notuð í dag og hann fjallar um heiður og að hugsa vel um sína nánustu og vini og veita þeim skjól. Gömul gildi sem aldrei verða úrelt,“ segir Gunni og tengir hann persónulega vel við textann. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Picking fights and pulling guns - Sycamore Tree ft. Arnar Gudjónsson Kúrekalegir strengir „Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að búa til senur, myndir og stemningu samhliða tónlistinni. Fá hlustandann til að vera einhverstaðar annarstaðar en akkúrat þar sem hann er núna. Ferðast innanhúss í boði Sycamore Tree. Í þessu lagi þá sjáum við fyrir okkur senu úr spagettí vestra þar sem Clint Eastwood ríður inn sléttuna undir músík Ennio Morricone og það styttist í næsta skotbardaga þar sem hetjan stendur ein eftir. Öll okkar nálgun í þessu lagi kemur frá þessum heimi og tímabili kvikmyndanna. Arnar Guðjónsson sem syngur einmitt með Ágústu Evu í laginu og útsetur lagið skilur þennan heim betur en flestir og nær að skila „conceptinu“ sem við vorum að leita að fullkomlega. Kúrekalegir strengir dansa yfir kántrýtaktinum og skapa bara svala stemningu þótt við segjum sjálf frá.“ Þrátt fyrir heimsfaraldurinn gengur þeim Gunna og Ágústu Evu samt alltaf vel að vinna saman líkt og áður. „Við hittumst sjaldnar þó þar sem ekkert tónleikahald og æfingar þess tengdu eru en við hittumst þó reglulega til að vinna að músík og vinna í stúdíó við að klára og taka upp.“ Gunni og Ágústa Eva ætluðu að halda tónleika 11. desember en þeir verða að bíða betri tíma.Aðsend mynd Ýmislegt á teikniborðinu Platan þeirra Western Sessions kemur út 4. desember næstkomandi á öllum streymisveitum. „Hún er í raun „concept “ plata. Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að undirbúa tónleika og Þorleifur Gaukur Davíðsson sem er mikið kántrý skotin spilari var með okkur. Við höfum alltaf verið að daðra við kántrý stemningu og ákváðum að gera eina slíka skífu. Við áttum líka seríu af lögum sem mynduðu skemmtilega heild sem grunn að plötunni. Að vinna út frá þessu „concepti“ skilgreindi líka hvernig við útsettum tónlistina og allur hljóðheimur hennar speglast af því. Það er mjög gaman að vinna út frá „conceptum“ og ég þekki það vel sem hönnuður. Við munum gera það klárlega áfram og jafnvel koma mörgun á óvart í því. Stóra platan okkur sem kemur út í maí á næsta ári er til dæmis allt annar hljóðheimur. Stærri og dramatískari. Svo er ýmislegt á teikniborðinu.“ Gunni segir að það sé samt búið að vera afar flókið að vera tónlistarmaður á tímum Covid. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila á tónleikum fyrir fólk. Það eru stóru verðlaunin fyrir alla vinnuna við að koma úgáfum út og fyrir að sitja heima og semja lög og texta dögum og vikum saman að fólk í hröðum heimi nútímans að fólk gefi sér tíma til að setjast niður og hlusta. Síðustu tónleikar sem við héldum fyrir Covid var frábært kvöld í troðfullri Fríkirkjunni þar sem við og ekki síður salurinn gaf mikið af sér. Að missa svona hjartans stundir er mjög erfitt. Við áttum einmitt sama stað bókaðan 11. desember ásamt mikið af öðrum tónleikum núna í nóvember og desember sem er búið að aflýsa. Það er ekkert leyndarmál að tekjutap okkar og annara listamanna er afar mikið. Frá 80 til 100 prósent. En við notum tímann vel í að búa til nýja tónlist.“ Hægt er að hlusta á lagið Picking fights and pulling guns í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira