Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 20:16 Undirbúningur sýnatöku. Vísir/Vilhelm „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59