Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2020 20:36 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira