Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 12:55 Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira