Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 14:35 Vel fór á með Pompeo (t.v.) og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Náin bönd hafa verið á milli stjórnar Trump og Netanjahú. Tilkynning Trump um að hann viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra var af mörgum talin innlegg í kosningabaráttu ísraelska forsætisráðherrans. AP/Maya Alleruzzo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Heimsóknina til Ísraels hefur Pompeo meðal annars notað til þess að kynna að bandaríska utanríkisráðuneytið ætli að lýsa hreyfingu sem berst fyrir sniðgöngu og refsiaðgerðum gegn Ísrael vegna meðferðar ríkisins á Palestínumönnum sem „andgyðinglega“. Samtök sem taka þátt í slíkri baráttu fá ekki lengur fjárstuðning frá Bandaríkjastjórn. Pompeo heimsótti í dag Psagot-landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum sem er hersetinn af Ísraelum. Hann ætlar einnig að heimsækja landtökumenn í Gólanhæðum, sýrlensku landsvæði sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu árið 1981. Palestínumenn mótmæltu heimsókn Pompeo í al-Bireh í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Grundvöllurinn að fordæmalausri heimsókn Pompeo til landtökubyggðanna var lagður í fyrra þegar ráðherrann sneri við áratugalangri stefnu Bandaríkjastjórnar og lýsti því yfir að byggðirnar stönguðust „ekki endilega“ á við alþjóðalög. Palestínumenn fordæmdu stefnubreytinguna en landtökubyggðirnar eru á svæðum sem þeir vilja að verði hluti af sjálfstæðu ríki þeirra. Trump forseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum í fyrra þrátt fyrir að Sýrland geri enn tilkall til þeirra. Önnur ríki hafa ekki fetað í fótspor Bandaríkjastjórnar. Sýrlensk stjórnvöld hafa sagt viðurkenningu Trump „árás“ á fullveldi sitt. Fleiri en 600.000 gyðingar búa nú í um 140 landtökubyggðum sem hafa verið reistar frá því að ísraelski herinn hernam Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967.
Bandaríkin Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira