Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Unnur Henrysdóttir skrifar 20. nóvember 2020 08:01 Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun