Eðlileg sveifla milli daga sem ekki má túlka of sterkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 12:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58
Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09