Auðunn Gestsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2020 19:02 List án landamæra. Auðunn Gestsson les úr þá nýútkominni ljóðabók sinni, árið 2013. Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar. Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar.
Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira