Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan korter yfir þrjú í dag vegna veikinda. Þyrlan er nú á leið á Suðurland að sækja mann sem fluttur verður til Reykjavíkur. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi.
Þetta er annað veikindaútkall Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrr í dag fór þyrlusveit gæslunnar í útkall vegna bráðra veikinda á Vesturlandi. Það útkall barst á öðrum tímanum og var þyrlan lent við Landspítalann um klukkan hálf þrjú.
Alls hefur þyrlusveitin farið í þrjú útköll um helgina, eitt í gær og tvö í dag.