„Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 06:31 Skófarið var gríðarlega mikilvægt í rannsókninni á morðinu við Háaberg. Það tók sérfræðinga sex klukkustundir að finna út af hvaða tegund skórnir voru. „Það er í rauninni mögnuð saga með skófarið. Því þetta er trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum nokkurn tímann lyft af vettvangi,” segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður um rannsókn í kjölfar morðs við Háaberg í Hafnarfirði árið 2010. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. Morðið sem um ræðir var þaulskipulagt. Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafði sankað að sér ýmsum munum; hlífðarfatnaði, lambhúshettu, latexhönsku, hníf og fleiru og einsett sér það markmið að ráða Hannesi Þór Helgasyni bana. Gunnar Rúnar hafði þróað með sér þráhyggju gagnvart unnustu Hannesar og birti meðal annars ástarjátningu til hennar á netinu. „Ég hafði farið og tekið viðtal við hann einhverjum mánuðum áður, kannski hálfu ári áður, vegna þess að myndband sem þessi maður hafði sett á netið hafði orðið viral,” segir Andri Ólafsson sem starfaði sem fréttamaður á þessum tíma. Andri Ólafsson hafði tekið viðtal við Gunnar Rúnar nokkrum mánuðum áður en morðið var framið. „Í þessu viðtali kom hann mér fyrir sjónir sem svona frekar einfaldur og kannski ekki mjög félagslega sterkur,” segir Andri. Í viðtalinu sagðist Gunnar Rúnar lítil svör hafa fengið frá konunni en sagðist þó ætla að halda áfram í vonina. „Ég hef ekki alveg beint fengið svar frá henni, þannig séð. Ég er að vona það, er að vona að fá eitthvað svar út úr þessu,” sagði Gunnar Rúnar í viðtalinu. Örfáum mánuðum áður lét hann til skarar skríða og mætti heim til Hannesar í skjóli nætur og stakk Hannes, ítrekað, þar til hann lést. Ákveðin histería sem fór í gang „Við fengum ekki strax upplýsingar um hvað væri í gangi en maður sá það strax að það ar eitthvað mikið sem hafði átt sér stað. Síðar um daginn þá sáum við að það var verið að bera lík þarna út úr húsinu og þá áttaði maður sig á því að eitthvað mjög alvarlegt hafði átt sér stað,” segir Andri um fyrstu upplýsingar af málinu. Hann segir kjaftasögur hafa farið fljótt af stað. „Maður fann það, það voru allir að tala um þetta mál í samfélaginu og mikil eftirspurn eftir fréttum, eftirspurn eftir upplýsingum. Ég man að það voru til dæmis mjög svæsnar kjaftasögur í gangi sem tengdust Litháen. Hannes og fjölskylda hans áttu á þessum tíma í viðskiptum við Litháen, ráku þar KFC staði og Hannes hafði verið nýkominn heim frá Litháen,” segir Andri. „Síðan kom í ljós að þetta átti sér engan stað í raunveruleikanum, en þetta er svolítið dæmi um þá nánast histeríu sem fór í gang þarna. Það voru einhvern veginn allir að hugsa um þetta og tala og þetta sló samfélagið. Ég man að það voru minningarathafnir, kertafleytingar í læknum og svona þungir og erfiðir dagar þarna strax eftir þetta mál.” Gunnar Rúnar var fljótlega færður í yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni þar sem fátt virtist tengja hann við málið. Hluti úr skófari fannst hins vegar á vettvangi, beint við rúmið, sem gerði lögreglu kleift að staðsetja gerandann. Skófaraþrykkjan var í raun það eina sem lögregla hafði í höndunum. Skórnir ljómuðu með Luminoli „Það var ákveðið að senda ljósmynd af skófaraþrykkjunni til evrópskra samtaka réttarvísindamanna og spyrja; er einhver sem kannast við þetta mynstur,” segir Ragnar. „Svarið kom eftir sex klukkutíma frá Hannover í Þýskalandi. Skófarasérfræðingur sagði að þetta væru Adidas Barracks skór. Og þá vildi svo skemmtilega til að við vorum með Adidas Barracks skó frá grunaða í okkar gögnum,” bætir hann við. Skórnir virtust hreinir, enda notaði Gunnar Rúnar skóhlífar yfir þá, en hafði að líkindum rifið hlífarnar á malarvegi. „Þegar niðurstaðan kom frá Þýskalandi hugsuðum við að hann gæti ekki hafa verið inni í svefnherberginu og ekki stigið í blóð, vegna þess að það var það mikið svæði frá rúminu og fram yfir látna að hann hlýtur að hafa stigið í blóð,” útskýrir Ragnar. „Við eigum þetta yndislega efni sem heitir Luminol og um leið og það var sett á skósólann þá ljómuðu þeir. Staðfesting á að hann hafði stigið í blóð og var búinn að þrífa skóna.” Beið eftir að eitthvað myndi stoppa sig Gunnar Rúnar neitaði framan af að hafa átt þátt í dauða Hannesar. Fyrst um sinn sagði hann drauma hafa sótt á sig í gæsluvarðhaldinu sem hann myndi brotakennt eftir. Þannig sagðist hann til dæmis hafa dreymt að hafa verið á gangi við leikskóla í Setbergshverfinu, sett poka á fæturna og límt fyrir. Eftir það hafi hann verið úti við bryggju og hent þar úlpunni sinni, og keyrt svo í aðra ruslatunnu og hent poka með fötunum sínum. Í miklu uppnámi sagðist hann ekki vita hvort hann hefði ráðið Hannesi bana. Á endanum játaði Gunnar Rúnar. Hann lýsti því að hann hefði lagt bíl sínum við 10/11 í Setbergshverfi í kringum miðnætti og gengið um hverfið. Hann sagðist hafa verið með hníf á sér og reynt að stoppa sig af. Hann hafi pælt í því í nokkurn tíma að myrða Hannes en alltaf náð að stoppa sig af - en að þarna hefði hann gengið lengra og lengra. Gunnar Rúnar segist hafa beðið eftir að eitthvað myndi stoppa sig. Það hafi hins vegar ekki gerst. Gunnar Rúnar náði þó að stoppa sig af á þessum tímapunkti og fór niður í miðbæ og fékk sér í glas, meðal annars með unnustu Hannesar. Hann sagðist hafa reynt að gleyma því sem hann hafði gert fyrr um kvöldið og sagði það hafa hjálpað mikið að vera með konunni. Gunnar sagði í skýrslutöku að konan hefði orðið ölvuð og að hann hefði reynt að koma henni í leigubíl heim til Hannesar en að biðin eftir leigubíl hefði verið löng. Þar af leiðandi hafi þau farið á hans bíl og Gunnar taldi skynsamlegra að lofa konunni að sofa heima hjá sér. Allt tilbúið og tímapunkturinn fullkominn Gunnar Rúnar sagðist ekki hafa getað hætt að hugsa um það sem hann hafði ætlað sér að gera fyrr um kvöldið. Þessi tímapunktur væri sá besti til þess að myrða Hannes, því konan væri ekki hjá Hannesi og allt tilbúið í bílnum. Hann lýsti því margoft að hann héldi að eitthvað myndi stoppa sig. Hann sagðist hafa viljað gera þetta en hélt að eitthvað myndi grípa inn í. Það gerðist hins vegar ekki og Gunnar Rúnar fór sem leið lá inn á heimili Hannesar, í gegnum opna bílskúrshurð. Hann sagðist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur en svo stungið hann, tveimur stungum í bringuna áður en Hannes hafi staðið upp og reynt að flýja. Þá hafi hann rekið hnífinn í hálsinn og síðan í bakið. Síðan hafi hann ekið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent dótinu og úlpu undir bryggjuna. Gunnar sagðist hafa hágrátið og síðan keyrt heim, kysst konuna á munninn, og lagst upp í sófa. Hann keyrði konuna svo heim um morguninn. Hún átti að vera hans Þegar Gunnar Rúnar var spurður hvers vegna hann hafi gert þetta sagðist hann elska konuna. Hún hafi átt að vera hjá sér. Ekki með Hannesi. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið. Hann sat inni í níu ár og dvelur nú á áfangaheimilinu Vernd. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gær, líkt og fyrr segir, en myndskeið úr þættinum má sjá í spilaranum sem fylgir þessari frétt. Ummerki Fangelsismál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Það er í rauninni mögnuð saga með skófarið. Því þetta er trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum nokkurn tímann lyft af vettvangi,” segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður um rannsókn í kjölfar morðs við Háaberg í Hafnarfirði árið 2010. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. Morðið sem um ræðir var þaulskipulagt. Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafði sankað að sér ýmsum munum; hlífðarfatnaði, lambhúshettu, latexhönsku, hníf og fleiru og einsett sér það markmið að ráða Hannesi Þór Helgasyni bana. Gunnar Rúnar hafði þróað með sér þráhyggju gagnvart unnustu Hannesar og birti meðal annars ástarjátningu til hennar á netinu. „Ég hafði farið og tekið viðtal við hann einhverjum mánuðum áður, kannski hálfu ári áður, vegna þess að myndband sem þessi maður hafði sett á netið hafði orðið viral,” segir Andri Ólafsson sem starfaði sem fréttamaður á þessum tíma. Andri Ólafsson hafði tekið viðtal við Gunnar Rúnar nokkrum mánuðum áður en morðið var framið. „Í þessu viðtali kom hann mér fyrir sjónir sem svona frekar einfaldur og kannski ekki mjög félagslega sterkur,” segir Andri. Í viðtalinu sagðist Gunnar Rúnar lítil svör hafa fengið frá konunni en sagðist þó ætla að halda áfram í vonina. „Ég hef ekki alveg beint fengið svar frá henni, þannig séð. Ég er að vona það, er að vona að fá eitthvað svar út úr þessu,” sagði Gunnar Rúnar í viðtalinu. Örfáum mánuðum áður lét hann til skarar skríða og mætti heim til Hannesar í skjóli nætur og stakk Hannes, ítrekað, þar til hann lést. Ákveðin histería sem fór í gang „Við fengum ekki strax upplýsingar um hvað væri í gangi en maður sá það strax að það ar eitthvað mikið sem hafði átt sér stað. Síðar um daginn þá sáum við að það var verið að bera lík þarna út úr húsinu og þá áttaði maður sig á því að eitthvað mjög alvarlegt hafði átt sér stað,” segir Andri um fyrstu upplýsingar af málinu. Hann segir kjaftasögur hafa farið fljótt af stað. „Maður fann það, það voru allir að tala um þetta mál í samfélaginu og mikil eftirspurn eftir fréttum, eftirspurn eftir upplýsingum. Ég man að það voru til dæmis mjög svæsnar kjaftasögur í gangi sem tengdust Litháen. Hannes og fjölskylda hans áttu á þessum tíma í viðskiptum við Litháen, ráku þar KFC staði og Hannes hafði verið nýkominn heim frá Litháen,” segir Andri. „Síðan kom í ljós að þetta átti sér engan stað í raunveruleikanum, en þetta er svolítið dæmi um þá nánast histeríu sem fór í gang þarna. Það voru einhvern veginn allir að hugsa um þetta og tala og þetta sló samfélagið. Ég man að það voru minningarathafnir, kertafleytingar í læknum og svona þungir og erfiðir dagar þarna strax eftir þetta mál.” Gunnar Rúnar var fljótlega færður í yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni þar sem fátt virtist tengja hann við málið. Hluti úr skófari fannst hins vegar á vettvangi, beint við rúmið, sem gerði lögreglu kleift að staðsetja gerandann. Skófaraþrykkjan var í raun það eina sem lögregla hafði í höndunum. Skórnir ljómuðu með Luminoli „Það var ákveðið að senda ljósmynd af skófaraþrykkjunni til evrópskra samtaka réttarvísindamanna og spyrja; er einhver sem kannast við þetta mynstur,” segir Ragnar. „Svarið kom eftir sex klukkutíma frá Hannover í Þýskalandi. Skófarasérfræðingur sagði að þetta væru Adidas Barracks skór. Og þá vildi svo skemmtilega til að við vorum með Adidas Barracks skó frá grunaða í okkar gögnum,” bætir hann við. Skórnir virtust hreinir, enda notaði Gunnar Rúnar skóhlífar yfir þá, en hafði að líkindum rifið hlífarnar á malarvegi. „Þegar niðurstaðan kom frá Þýskalandi hugsuðum við að hann gæti ekki hafa verið inni í svefnherberginu og ekki stigið í blóð, vegna þess að það var það mikið svæði frá rúminu og fram yfir látna að hann hlýtur að hafa stigið í blóð,” útskýrir Ragnar. „Við eigum þetta yndislega efni sem heitir Luminol og um leið og það var sett á skósólann þá ljómuðu þeir. Staðfesting á að hann hafði stigið í blóð og var búinn að þrífa skóna.” Beið eftir að eitthvað myndi stoppa sig Gunnar Rúnar neitaði framan af að hafa átt þátt í dauða Hannesar. Fyrst um sinn sagði hann drauma hafa sótt á sig í gæsluvarðhaldinu sem hann myndi brotakennt eftir. Þannig sagðist hann til dæmis hafa dreymt að hafa verið á gangi við leikskóla í Setbergshverfinu, sett poka á fæturna og límt fyrir. Eftir það hafi hann verið úti við bryggju og hent þar úlpunni sinni, og keyrt svo í aðra ruslatunnu og hent poka með fötunum sínum. Í miklu uppnámi sagðist hann ekki vita hvort hann hefði ráðið Hannesi bana. Á endanum játaði Gunnar Rúnar. Hann lýsti því að hann hefði lagt bíl sínum við 10/11 í Setbergshverfi í kringum miðnætti og gengið um hverfið. Hann sagðist hafa verið með hníf á sér og reynt að stoppa sig af. Hann hafi pælt í því í nokkurn tíma að myrða Hannes en alltaf náð að stoppa sig af - en að þarna hefði hann gengið lengra og lengra. Gunnar Rúnar segist hafa beðið eftir að eitthvað myndi stoppa sig. Það hafi hins vegar ekki gerst. Gunnar Rúnar náði þó að stoppa sig af á þessum tímapunkti og fór niður í miðbæ og fékk sér í glas, meðal annars með unnustu Hannesar. Hann sagðist hafa reynt að gleyma því sem hann hafði gert fyrr um kvöldið og sagði það hafa hjálpað mikið að vera með konunni. Gunnar sagði í skýrslutöku að konan hefði orðið ölvuð og að hann hefði reynt að koma henni í leigubíl heim til Hannesar en að biðin eftir leigubíl hefði verið löng. Þar af leiðandi hafi þau farið á hans bíl og Gunnar taldi skynsamlegra að lofa konunni að sofa heima hjá sér. Allt tilbúið og tímapunkturinn fullkominn Gunnar Rúnar sagðist ekki hafa getað hætt að hugsa um það sem hann hafði ætlað sér að gera fyrr um kvöldið. Þessi tímapunktur væri sá besti til þess að myrða Hannes, því konan væri ekki hjá Hannesi og allt tilbúið í bílnum. Hann lýsti því margoft að hann héldi að eitthvað myndi stoppa sig. Hann sagðist hafa viljað gera þetta en hélt að eitthvað myndi grípa inn í. Það gerðist hins vegar ekki og Gunnar Rúnar fór sem leið lá inn á heimili Hannesar, í gegnum opna bílskúrshurð. Hann sagðist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur en svo stungið hann, tveimur stungum í bringuna áður en Hannes hafi staðið upp og reynt að flýja. Þá hafi hann rekið hnífinn í hálsinn og síðan í bakið. Síðan hafi hann ekið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent dótinu og úlpu undir bryggjuna. Gunnar sagðist hafa hágrátið og síðan keyrt heim, kysst konuna á munninn, og lagst upp í sófa. Hann keyrði konuna svo heim um morguninn. Hún átti að vera hans Þegar Gunnar Rúnar var spurður hvers vegna hann hafi gert þetta sagðist hann elska konuna. Hún hafi átt að vera hjá sér. Ekki með Hannesi. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið. Hann sat inni í níu ár og dvelur nú á áfangaheimilinu Vernd. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gær, líkt og fyrr segir, en myndskeið úr þættinum má sjá í spilaranum sem fylgir þessari frétt.
Ummerki Fangelsismál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01
„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46