Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 12:01 Þessi mynd er tekin í Smáralind í jólaösinni í fyrra. Enginn er með grímu og engar biðraðir fyrir utan verslanir sem er eitthvað sem mun vafalítið einkenna jólaverslunina í ár. Vísir/Vilhelm Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Dagsetning sem hann nefndi er í samræmi við þær reglur sem áfram munu gilda á landamærunum eftir að núverandi fyrirkomulag rennur út þann 1. desember. Fólk sem hingað kemur til lands mun áfram þurfa að velja á milli þess að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkví. Sú breyting verður á 1. desember að skimunin er gerð gjaldfrjáls og frá 10. desember verða vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild. Slík vottorð veita undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Víðir sagði á fundinum í dag að mjög mikilvægt væri að þeir sem ætli sér að koma hingað yfir jólin átti sig á fyrrnefndum tímaramma til að vera ekki í sóttkví um jól. Aðspurður hvaða ráðstafanir gripið hefði verið til í ljósi þess að fleiri munu komu til landsins í aðdraganda jóla en hafa komið undanfarnar vikur sagði Víðir yfirvöld ágætlega undirbúin og tilbúin að taka á móti fjölda fólks. Það væri til dæmis búið að skoða spár um fjölda farþegar í desember og þær sýndu að farþegafjöldinn myndi aukast þegar nær dregur jólum. Þá væru enn til staðar þrjú tilbúin sóttvarnahús í Reykjavík líkt og verið hefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Íslendingar erlendis Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Dagsetning sem hann nefndi er í samræmi við þær reglur sem áfram munu gilda á landamærunum eftir að núverandi fyrirkomulag rennur út þann 1. desember. Fólk sem hingað kemur til lands mun áfram þurfa að velja á milli þess að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkví. Sú breyting verður á 1. desember að skimunin er gerð gjaldfrjáls og frá 10. desember verða vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild. Slík vottorð veita undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Víðir sagði á fundinum í dag að mjög mikilvægt væri að þeir sem ætli sér að koma hingað yfir jólin átti sig á fyrrnefndum tímaramma til að vera ekki í sóttkví um jól. Aðspurður hvaða ráðstafanir gripið hefði verið til í ljósi þess að fleiri munu komu til landsins í aðdraganda jóla en hafa komið undanfarnar vikur sagði Víðir yfirvöld ágætlega undirbúin og tilbúin að taka á móti fjölda fólks. Það væri til dæmis búið að skoða spár um fjölda farþegar í desember og þær sýndu að farþegafjöldinn myndi aukast þegar nær dregur jólum. Þá væru enn til staðar þrjú tilbúin sóttvarnahús í Reykjavík líkt og verið hefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Íslendingar erlendis Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira