Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 14:31 Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Þórir Níels Kjartansson Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira