Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 14:31 Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Þórir Níels Kjartansson Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira