Mögulega búið að finna uppruna eina smitsins á Austurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 15:48 Skólahald í tveimur skólum á Egilsstöðum féll niður daginn eftir að bílstjórinn greindist. Wikimedia Commons/Debivort Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28