Opnað á útgöngubann í nýju frumvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2020 20:05 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra fær heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði nýtt frumvarp um breytingu á sóttvarnalögum að veruleika. Mælt er þó með því í frumvarpinu að ekki verði gripið til útgöngubanns nema í algerum neyðartilvikum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag og er það afrakstur vinnu starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði í haust. Tilgangurinn var að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Starfshópurinn lagði álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarna samkvæmt sóttvarnalögum til grundvallar við vinnu sína. Hugtök á borð við samkomubann og smitrakningu skilgreind Í frumvarpinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars eru ýmis hugtök sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarna mánuði skilgreind formlega. Má þar nefna orð á borð við einangrun, samkomubann, smitrakning og skimun. Þá má einnig finna skilgreiningu á orðum sem eru ekki jafn áberandi hér á landi, þar á meðal afkvíun og útgöngubann. Ráðherra fái heimild til að setja á útgöngubann sem eigi ekki að grípa til nema í „algerum neyðartilvikum“ Verði frumvarpið að lögum óbreytt fær ráðherra heimild til að kveða á um útgöngubann sem hluta af opinberum sóttvörnum. Útgöngubann er skilgreint á eftirfarandi hátt í frumvarpinu. Bann við að vera á ferð utan dyra og/eða utan heimilis eða fara ekki lengra frá heimili en tiltekna fjarlægð, svo sem á tilteknum tíma sólarhrings, vegna smithættu í samfélaginu eða annarrar hættu sem fellur undir lögin, svo sem eitrunar eða geislavirkni. Í greinargerð með frumvarpinu segir að til þessa úrræða hafi ekki verið gripið hingað á landi, ekki hafi þótt tilefni til þess. Þar kemur einnig fram að almennt megi „ætla að slík ráðstöfunum falli ekki undir gildandi heimildir ráðherra að setja á samkomubann“. Ennfremur segir í greinargerðinni að útgöngubanni hafi verið beitt með einum eða öðrum hætti í flestum ríkjum Vestur-Evrópu, utan Norðurlandanna. Þar segir einnig að útgöngubann geti verið misstrangt. Útgöngubann getur verið mismikið að umfangi allt frá því að ekki sé heimilt að vera á ferli á nóttunni að óþörfu yfir í að vera fyrirskipun um sóttkví allra þeirra sem falla undir útgöngubannið. Tekið er þó sérstaklega fram í greinargerðinni að vegna þess hve íþyngjandi ráðstöfun útgöngubann sé geti verið að gjalda þurfi varhuga við beitingu þess og ekki grípa til úrræðisins nema í algerum neyðartilvikum. Skylda lögð á þá sem taldir eru haldnir smitsjúkdómum að fylgja fyrirmælum til að fyrirbyggja smit Sem fyrr segir kennir ýmissa grasa í frumvarpinu, meðal annars að lagt er til að sú skylda verði lögð á þá sem sem læknir telur að haldnir séu smitsjúkdómum, eða ef smitrakning vekur upp slíkan grun, að þeir fylgi fyrirmælum um ráðstafanir til að fyrirbyggja smit. Einnig er lagt til að ráðherra verði heimilt að kveða á um að skimanir verði hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum, þannig að unnt sé að kveða á um skyldu til að undirgangast sýnatöku eða aðra læknisskoðun sem geti talist hluti af skimun. Frumvarpið og greinargerðina sem því fylgir má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. 21. nóvember 2020 22:38 Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra fær heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði nýtt frumvarp um breytingu á sóttvarnalögum að veruleika. Mælt er þó með því í frumvarpinu að ekki verði gripið til útgöngubanns nema í algerum neyðartilvikum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag og er það afrakstur vinnu starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði í haust. Tilgangurinn var að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Starfshópurinn lagði álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarna samkvæmt sóttvarnalögum til grundvallar við vinnu sína. Hugtök á borð við samkomubann og smitrakningu skilgreind Í frumvarpinu kennir ýmissa grasa. Meðal annars eru ýmis hugtök sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarna mánuði skilgreind formlega. Má þar nefna orð á borð við einangrun, samkomubann, smitrakning og skimun. Þá má einnig finna skilgreiningu á orðum sem eru ekki jafn áberandi hér á landi, þar á meðal afkvíun og útgöngubann. Ráðherra fái heimild til að setja á útgöngubann sem eigi ekki að grípa til nema í „algerum neyðartilvikum“ Verði frumvarpið að lögum óbreytt fær ráðherra heimild til að kveða á um útgöngubann sem hluta af opinberum sóttvörnum. Útgöngubann er skilgreint á eftirfarandi hátt í frumvarpinu. Bann við að vera á ferð utan dyra og/eða utan heimilis eða fara ekki lengra frá heimili en tiltekna fjarlægð, svo sem á tilteknum tíma sólarhrings, vegna smithættu í samfélaginu eða annarrar hættu sem fellur undir lögin, svo sem eitrunar eða geislavirkni. Í greinargerð með frumvarpinu segir að til þessa úrræða hafi ekki verið gripið hingað á landi, ekki hafi þótt tilefni til þess. Þar kemur einnig fram að almennt megi „ætla að slík ráðstöfunum falli ekki undir gildandi heimildir ráðherra að setja á samkomubann“. Ennfremur segir í greinargerðinni að útgöngubanni hafi verið beitt með einum eða öðrum hætti í flestum ríkjum Vestur-Evrópu, utan Norðurlandanna. Þar segir einnig að útgöngubann geti verið misstrangt. Útgöngubann getur verið mismikið að umfangi allt frá því að ekki sé heimilt að vera á ferli á nóttunni að óþörfu yfir í að vera fyrirskipun um sóttkví allra þeirra sem falla undir útgöngubannið. Tekið er þó sérstaklega fram í greinargerðinni að vegna þess hve íþyngjandi ráðstöfun útgöngubann sé geti verið að gjalda þurfi varhuga við beitingu þess og ekki grípa til úrræðisins nema í algerum neyðartilvikum. Skylda lögð á þá sem taldir eru haldnir smitsjúkdómum að fylgja fyrirmælum til að fyrirbyggja smit Sem fyrr segir kennir ýmissa grasa í frumvarpinu, meðal annars að lagt er til að sú skylda verði lögð á þá sem sem læknir telur að haldnir séu smitsjúkdómum, eða ef smitrakning vekur upp slíkan grun, að þeir fylgi fyrirmælum um ráðstafanir til að fyrirbyggja smit. Einnig er lagt til að ráðherra verði heimilt að kveða á um að skimanir verði hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum, þannig að unnt sé að kveða á um skyldu til að undirgangast sýnatöku eða aðra læknisskoðun sem geti talist hluti af skimun. Frumvarpið og greinargerðina sem því fylgir má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. 21. nóvember 2020 22:38 Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. 21. nóvember 2020 22:38
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13
Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42