Útrásin sem klikkar ekki Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sigtryggur Baldursson skrifa 24. nóvember 2020 10:32 Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum þegar mikið er talað um viðspyrnu gegn þeim efnahagserfiðleikum sem kófið leiðir af sér er mikilvægt að skoða hvernig menningargeirinn og útflutningur á tónlist getur haldið dampi. Við vitum að atvinnugreinar menningar eru öflug stærð í hagkerfi landsins og yfir 15.000 manns vinna við þær. Fjórðungur þeirra er sjálfstætt starfandi og hafa því þolað mikinn tekjumissi á undanförnum misserum. Nýleg skýrsla sem gerð var um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað sýndi hversu herfilegar afleiðingar kófsins á tekjumöguleika tónlistarmanna hafa verið. Samkeppnin framundan En hvað gerist þegar bóluefnið er komið og allt opnast á nýjan leik? Tónleikahaldarar og tónlistarhátíðir eru með uppsafnaðar bókanir sem þarf að gangast við og á sama tíma banka allir þeir sem hafa verið í hljóðveri á dyrnar og vilja kynna nýtt efni. Af þessu leiðir að samkeppnin um pláss og athygli verður mikil. Það tekur tíma fyrir geirann að byggjast upp aftur eftir mikið hrun hjá alþjóðlegum tónleikahöldurum og hátíðum. Árangurinn sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í útrás sinni undanfarin 30 ár þarf ekki að tíunda hér. Við þekkjum þessa sögu og vitum að sá árangur hefur laðað til landsins alþjóðlega tónlistarmenn sem sækjast í að vinna í upptökuverum hér og fá til liðs við sig íslenska tónlistarmenn. Við vitum líka að í venjulegu árferði koma hingað þúsundir ferðamanna til að upplifa tónleika og íslenska menningarviðburði. Eins konar pílagrímsferðir aðdáenda íslenskrar menningar. Blásum til sóknar Allt sem hér er að ofan talið staðfestir að við eigum ótrúlega sóknarfæri í kynningu og útbreiðslu íslenskra menningarviðburða. Þess vegna hafa verið lagðar fram tillögur um átak á vegum Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og markmiðið er þríþætt: Aukin samkeppnishæfni íslenskrar tónlistar þegar alþjóðlegt tónleikahald hefst á nýjan leik. Nýjar leiðir í alþjóðlegri markaðssetningu á tímum heimsfaraldurs. Námskeið um markaðssetningu tónlistar. Framlag til Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar frá stjórnvöldum hefur staðið í stað í 7 ár fyrir utan einskiptis aukaframlag upp á 5 milljónir árið 2020. Þetta eru litlar upphæðir miðað við það sem við vitum að tónlistarútrásin skilar í ríkiskassann. Í nýlegum tillögum sem við sendum mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra er beðið um tvöföldun til handa sjóðnum. Sá stuðningur við grasrótarstarfið, sem sjóðurinn sinnir núna, hefur skilað ótrúlega fjölbreyttum verkefnum út fyrir landsteinanna. Litrík flóra sjálfstætt starfandi listamanna og fyrirtækja getur aukið útflutningstekjur ef að þeim er hlúð. Kröftugt stuðningsátak við tónlistarútflutning er ávísun á að íslenski tónlistargeirinn geti veitt viðspyrnu og nýtt tækifærin sem skapast á alþjóðavettvangi í kjölfar kreppu betur. Þessi fjárfesting getur ekki klikkað! Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi og formaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN og tónlistarmaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun