Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 12:22 Brynjar Níelsson hefur óskað eftir því að fá að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent