Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 14:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent