Njósnarinn hjá Lúxemborg óttast Tryggva og segir Ísland vera með sterkasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:00 Fjórir leikmenn Slóvakíu í kringum Tryggva Snæ Hlinason í febrúar síðastliðnum Vísir/Bára Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik