Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 11:37 Skjáskot úr sjónvarpsfrétt ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir hermenn stjórnarhersins á leið til Tigrayhéraðs. AP/Ethiopian News Agency Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum. Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum.
Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31