Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:00 Ingibjörg Sigurðardóttir lék í 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári en bendir á að íslenska liðið nú sé nokkuð breytt síðan þá. vísir/vilhelm „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga
EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03