Smitaður með samviskubit og greiðir allan aukakostnað Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 13:30 Gary Martin á svölunum á hótelinu á Tenerife. Gæti verið í einangrun á verri stað. Troy Williamsson Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira