Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2020 12:22 Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eiga laun að hækka um áramótin. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira