Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 12:31 Myndirnar af Ævari Annel sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í tengslum við leitina að honum. Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. Elínborg Jenný Ævarsdóttir, móðir Ævars, bað fólk í færslu á Facebook í gær um að láta vita ef það hefði einhverjar upplýsingar um hvar hann væri. Hún segist í samtali við Vísi hafa heyrt í honum fyrir þremur dögum en ekki vita hvar hann haldi sig. Lögreglan hafi komið á heimili hennar og leitað hans. Hún sé heilt yfir róleg vegna sonar síns en ítrekar að fólk veiti lögreglu upplýsingar ef það viti nokkuð. A.T.H ! Elsku sonur minn Ævar Annel Valgarðsson Er eftirlýstur af Lögreglunni og ég Og öll fjölskylda hans viljum...Posted by Jenný Ævarsdóttir on Tuesday, November 24, 2020 Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndbandi á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um ástæður þess að Ævars Annels sé leitað. Valgarð Kjartansson, faðir Ævars, tjáði DV um helgina að Ævar hefði fjarvistasönnun og hefði ekki verið á vettvangi við Friggjarbrunn kvöldið sem bensínsprengju var kastað í húsið í Friggjarbrunni. Fjölmörg myndbönd þar sem bardagamaðurinn og Ævar Annel koma við sögu eru í dreifingu manna á milli á samfélagsmiðlum, í Messenger á Facebook. Þar má sjá mikið ofbeldi, sumt á götum úti en annað inni í íbúð, en ekki fylgir sögunni hvenær myndböndin voru tekin upp eða hver tók þau upp. Lögreglumál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. Elínborg Jenný Ævarsdóttir, móðir Ævars, bað fólk í færslu á Facebook í gær um að láta vita ef það hefði einhverjar upplýsingar um hvar hann væri. Hún segist í samtali við Vísi hafa heyrt í honum fyrir þremur dögum en ekki vita hvar hann haldi sig. Lögreglan hafi komið á heimili hennar og leitað hans. Hún sé heilt yfir róleg vegna sonar síns en ítrekar að fólk veiti lögreglu upplýsingar ef það viti nokkuð. A.T.H ! Elsku sonur minn Ævar Annel Valgarðsson Er eftirlýstur af Lögreglunni og ég Og öll fjölskylda hans viljum...Posted by Jenný Ævarsdóttir on Tuesday, November 24, 2020 Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndbandi á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um ástæður þess að Ævars Annels sé leitað. Valgarð Kjartansson, faðir Ævars, tjáði DV um helgina að Ævar hefði fjarvistasönnun og hefði ekki verið á vettvangi við Friggjarbrunn kvöldið sem bensínsprengju var kastað í húsið í Friggjarbrunni. Fjölmörg myndbönd þar sem bardagamaðurinn og Ævar Annel koma við sögu eru í dreifingu manna á milli á samfélagsmiðlum, í Messenger á Facebook. Þar má sjá mikið ofbeldi, sumt á götum úti en annað inni í íbúð, en ekki fylgir sögunni hvenær myndböndin voru tekin upp eða hver tók þau upp.
Lögreglumál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49
Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02