Tekist á um útgöngubann á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum í dag. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira