Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2020 23:45 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira