Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 06:45 Frá samningafundi í deilu flugvirkja Gæslunnar og ríkisins fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira