Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:49 Kristín Soffía Jónsdóttir talaði vinkonur sínar af því að hittast um helgina. Þá er fertugsafmæli sem kærasti vinkonu hennar ætlaði að mæta í mögulega í uppnámi. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira