Fótbolti

Krefst rannsóknar á láti Maradona

Sindri Sverrisson skrifar
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986.
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986. Getty/ Jean-Yves Ruszniewski

Matias Morla, lögmaður og vinur Diegos Maradona, lýsir þeirri heilbrigðisþjónustu sem Maradona naut sem glæpsamlegri vitleysu og krefst þess að lát hans verði rannsakað.

Matias Morla, lögmaður og vinur Diegos Maradona, lýsir þeirri heilbrigðisþjónustu sem Maradona naut sem glæpsamlegri vitleysu og krefst þess að lát hans verði rannsakað.

Argentínska knattspyrnugoðið Maradona lést í gær á heimili sínu í Buenos Aires, sextugur að aldri, vegna hjartaáfalls. Hans er nú minnst um allan heim og í Argentínu hefur forsetinn Alberto Fernández lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Maradona fékk blóðtappa í heila fyrr í þessum mánuði og var að jafna sig eftir vel heppnaða aðgerð þegar hann lést. Morla harmar að ekki hafi verið betur fylgst með líðan hans:

„Það er óafsakanlegt að í 12 klukkustundir skuli vinur minn ekki hafa fengið athygli eða umönnun heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Morla.

„Sjúkrabíllinn var hálftíma að koma á staðinn, þetta var glæpsamleg vitleysa,“ sagði Morla og bætti við að ekki væri hægt að líta framhjá þessum staðreyndum. Málið yrði að rannsaka til hlítar.


Tengdar fréttir

Diego Maradona er látinn

Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×