CCP náði í fyrstu atrennu og fleiri íslensk fyrirtæki hafa áhuga Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Erna Arnadóttir, VP of People hjá CCP. Vísir/Vilhelm Það ferli að fá vottunina Great Place to Work var afar langt og strangt segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP. Hún segir það samt hafa verið vel þess virði að fara í gegnum það ferli enda er CCP að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta. „Vottunin hefur mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta innan leikjaiðnaðarins á alþjóðavísu. Til að mynda eru um 35% starfsmanna á Íslandi erlendir ríkisborgarar sem hafa flust til landsins til að starfa fyrir CCP, vegna þess að við eigum hreinlega ekki til þá sérþekkingu og færni í leikjagerð hérlendis,“ segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP en nýverið hlaut fyrirtækið vottunina Great Place to Work (GPTW). GPW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Með vottuninni frá GTPW skipar CCP sér nú í hóp alþjóðlegra fyrirtækja eins og DHL, Cisco, Hilton og Adobe. Erna segist vita til þess að önnur íslensk fyrirtæki hafi áhuga á vottuninni. CCP hafi nú þegar fengið fyrirspurnir frá íslenskum fyrirtækjum sem eru að íhuga þessa vottunarleið og vilja nýta sér reynslu CCP. Náðu í fyrstu atrennu Að sögn Ernu var ferlið nokkuð langt og strangt. CCP hafi þó náð í gegn í fyrstu atrennu, sem þeim skilst að sé afar sjaldgæft. „Ferlið byrjar á því að við skilum af okkur ýmiss konar ítarlegum upplýsingum um innviði og menningu CCP á tölulegu og rituðu formi. Við þurftum að leggja í töluverða vinnu við að finna þær upplýsingar og skila réttum upplýsingum, sem lágu ekki alltaf fyrir,“ segir Erna. Þá segir hún að skila hafi þurft inn ýmsum upplýsingum. Til dæmis fjárhagslega lykilmælikvarða, lýðfræðilegar upplýsingar um starfsmannahópinn, samsetningu teymisins og fjölbreytileika. Þá voru atriði eins og fjarverur frá vinnu, starfsmannavelta, aðferðir við ráðningar, starfsþróun, þjálfun, starfsmannakostnaður og jafnvægi einkalífs og vinnu skoðuð og metin. Síðan var gerð var ítarleg spurningalistakönnun meðal starfsmanna þar sem spurt var um fimm lykilþemu sem mynda svokallaða GPTW trausts vísitölu. Spurt er um upplifun starfsmanna af stjórnunarháttum og trúverðugleika stjórnenda, virðingu sem þeir upplifa í samskiptum og samvinnu, og hvort þeir upplifi sanngirni og heiðarleika á vinnustaðnum,“ segir Erna. Það sem myndar GPTW traust vísitöluna er trúverðugleiki stjórnenda, virðing og sanngirni. Þá segir Erna að spurt hafi verið út í stolt og tækifæri starfsmanna til að hafa áhrif innan fyrirtækisins sem og samstarf og samvinnu, félagsleg tengsl og stuðning innan vinnustaðarins. „Great Place to Work metur síðan niðurstöðu spurningalistakönnunarinnar og upplýsingarnar sem við gáfum í upphafi þegar ákveðið er hvort þeir votta okkur sem frábæran vinnustað,“ segir Erna. Reykjavík, London, Shanghai „Vottun þriðja aðila hefur því mikla þýðingu fyrir okkur þegar við erum að ráða til okkar nýtt fólk. Við erum afar stolt af því að hafa fengið vottun fyrir allar skrifstofur okkar, í Reykjavík, London og í Shanghai. Það er ekki sjálfgefið að ná því í fyrstu atrennu er okkur sagt,“ segir Erna. Hún segir vottun sem þessa gera CCP kleift að komast í viðmiðunarhóp tíu bestu tæknifyrirtækja á hverju svæði. CCP standist allar samanburðarkröfur. Með því að vinna með niðurstöðurnar að úrbótum þar sem þeirra er þörf í því skyni að gera góðan vinnustað betri þá munum við ná langt. Hver veit nema við komumst á árlegan lista Forbes yfir 100 bestu fyrirtæki í heiminum. Það væri eitthvað,“ segir Erna. Tækni Nýsköpun Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Vottunin hefur mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta innan leikjaiðnaðarins á alþjóðavísu. Til að mynda eru um 35% starfsmanna á Íslandi erlendir ríkisborgarar sem hafa flust til landsins til að starfa fyrir CCP, vegna þess að við eigum hreinlega ekki til þá sérþekkingu og færni í leikjagerð hérlendis,“ segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP en nýverið hlaut fyrirtækið vottunina Great Place to Work (GPTW). GPW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Með vottuninni frá GTPW skipar CCP sér nú í hóp alþjóðlegra fyrirtækja eins og DHL, Cisco, Hilton og Adobe. Erna segist vita til þess að önnur íslensk fyrirtæki hafi áhuga á vottuninni. CCP hafi nú þegar fengið fyrirspurnir frá íslenskum fyrirtækjum sem eru að íhuga þessa vottunarleið og vilja nýta sér reynslu CCP. Náðu í fyrstu atrennu Að sögn Ernu var ferlið nokkuð langt og strangt. CCP hafi þó náð í gegn í fyrstu atrennu, sem þeim skilst að sé afar sjaldgæft. „Ferlið byrjar á því að við skilum af okkur ýmiss konar ítarlegum upplýsingum um innviði og menningu CCP á tölulegu og rituðu formi. Við þurftum að leggja í töluverða vinnu við að finna þær upplýsingar og skila réttum upplýsingum, sem lágu ekki alltaf fyrir,“ segir Erna. Þá segir hún að skila hafi þurft inn ýmsum upplýsingum. Til dæmis fjárhagslega lykilmælikvarða, lýðfræðilegar upplýsingar um starfsmannahópinn, samsetningu teymisins og fjölbreytileika. Þá voru atriði eins og fjarverur frá vinnu, starfsmannavelta, aðferðir við ráðningar, starfsþróun, þjálfun, starfsmannakostnaður og jafnvægi einkalífs og vinnu skoðuð og metin. Síðan var gerð var ítarleg spurningalistakönnun meðal starfsmanna þar sem spurt var um fimm lykilþemu sem mynda svokallaða GPTW trausts vísitölu. Spurt er um upplifun starfsmanna af stjórnunarháttum og trúverðugleika stjórnenda, virðingu sem þeir upplifa í samskiptum og samvinnu, og hvort þeir upplifi sanngirni og heiðarleika á vinnustaðnum,“ segir Erna. Það sem myndar GPTW traust vísitöluna er trúverðugleiki stjórnenda, virðing og sanngirni. Þá segir Erna að spurt hafi verið út í stolt og tækifæri starfsmanna til að hafa áhrif innan fyrirtækisins sem og samstarf og samvinnu, félagsleg tengsl og stuðning innan vinnustaðarins. „Great Place to Work metur síðan niðurstöðu spurningalistakönnunarinnar og upplýsingarnar sem við gáfum í upphafi þegar ákveðið er hvort þeir votta okkur sem frábæran vinnustað,“ segir Erna. Reykjavík, London, Shanghai „Vottun þriðja aðila hefur því mikla þýðingu fyrir okkur þegar við erum að ráða til okkar nýtt fólk. Við erum afar stolt af því að hafa fengið vottun fyrir allar skrifstofur okkar, í Reykjavík, London og í Shanghai. Það er ekki sjálfgefið að ná því í fyrstu atrennu er okkur sagt,“ segir Erna. Hún segir vottun sem þessa gera CCP kleift að komast í viðmiðunarhóp tíu bestu tæknifyrirtækja á hverju svæði. CCP standist allar samanburðarkröfur. Með því að vinna með niðurstöðurnar að úrbótum þar sem þeirra er þörf í því skyni að gera góðan vinnustað betri þá munum við ná langt. Hver veit nema við komumst á árlegan lista Forbes yfir 100 bestu fyrirtæki í heiminum. Það væri eitthvað,“ segir Erna.
Tækni Nýsköpun Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00
Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00