Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2020 19:21 Undanfarin fimm ár hefur Dohop sérhæft sig í tækni fyrir flugfélög þannig að þau geti bókað farþega sína í áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum. Grafík/Dohop Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði. Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira