Al Arabi tapaði stórt fyrir Qatar SC á útivelli er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í kvöld. Lokatölur 3-0 heimamönnum í vil.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðju Al Arabi. Lék hann allan leikinn
Al Arabi hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni og tapaði leik dagsins nokkuð örugglega ef miða má við lokatölur leiksins. Þegar sjö leikir eru búnir hafa lærisveinar Heimis Hallgrímssonar aðeins unnið einn leik til þessa en liðið er í 10. sæti með aðeins fimm stig.
Alls eru 12 lið í deildinni í Katar.