Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 20:27 Rögnvaldur Ólafsson segist áhyggjufullur yfir stöðunni. Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. „Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
„Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21
Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12