Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 22:00 Úr Smáralind. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31
Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40