PSG vildi fá Janus Daða til að fylla skarð Karabatic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 09:30 Janus Daði Smárason í leik Íslands og Litháens í undankeppni EM. vísir/vilhelm Franska stórliðið Paris Saint-Germain bar víurnar í Janus Daða Smárason, landsliðsmann í handbolta. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain vildi fá íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason þegar liðið leitaði að manni að fylla skarð Nikolas Karabatic sem er meiddur og verður ekki meira með á tímabilinu. Janus Daði gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Göppingen frá Aalborg í Danmörku fyrir þetta tímabil. Selfyssingurinn hefur leikið vel með Göppingen og frammistaða hans vakti athygli PSG. Franska stórliðið hafði mikinn áhuga á að fá Janus Daða. Göppingen hafði aftur á móti engan áhuga á að sleppa honum og því varð ekkert af félagaskiptunum. Handbolti.is greindi fyrstur frá íslenskra miðla og vísar í Stuttgarter Zeitung. Eftir að Karabatic sleit krossband í hné leitaði PSG logandi ljósi að manni til að fylla í hans skarð. Auk Janusar Daða hafði PSG áhuga á Slóvenanum Sebastian Skube en endaði á því að fá Hollendinginn Luc Steins á láni frá Toulouse út tímabilið. Janus Daði skoraði eitt mark þegar Göppingen sigraði TuSEM Essen, 28-32, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Göppingen er í 5. sæti með tólf stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. Í átta deildarleikjum á tímabilinu hefur Janus Daði skorað sextán mörk og gefið fjórtán stoðsendingar. Franski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain vildi fá íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason þegar liðið leitaði að manni að fylla skarð Nikolas Karabatic sem er meiddur og verður ekki meira með á tímabilinu. Janus Daði gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Göppingen frá Aalborg í Danmörku fyrir þetta tímabil. Selfyssingurinn hefur leikið vel með Göppingen og frammistaða hans vakti athygli PSG. Franska stórliðið hafði mikinn áhuga á að fá Janus Daða. Göppingen hafði aftur á móti engan áhuga á að sleppa honum og því varð ekkert af félagaskiptunum. Handbolti.is greindi fyrstur frá íslenskra miðla og vísar í Stuttgarter Zeitung. Eftir að Karabatic sleit krossband í hné leitaði PSG logandi ljósi að manni til að fylla í hans skarð. Auk Janusar Daða hafði PSG áhuga á Slóvenanum Sebastian Skube en endaði á því að fá Hollendinginn Luc Steins á láni frá Toulouse út tímabilið. Janus Daði skoraði eitt mark þegar Göppingen sigraði TuSEM Essen, 28-32, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Göppingen er í 5. sæti með tólf stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. Í átta deildarleikjum á tímabilinu hefur Janus Daði skorað sextán mörk og gefið fjórtán stoðsendingar.
Franski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira