Þriðjungur greindra smita í þriðju bylgju tengist þremur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 07:00 Irishman Pub er einn þeirra staða sem tengist hópsýkingum sem komið hafa upp í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Um 2.900 manns hafa greinst smitaðir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þriðjung smitanna má rekja til þriggja stórra hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira