Tónlist

Atli fær Grammy-tilnefningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell.
Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Skapti Hallgrímsson

Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga.

Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net.

Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum.

Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram.

„Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net.

Íslendingar áberandi á Grammy

Íslendingar eru áberandi og með frábæra uppskeru í tilnefningum til á Grammy-verðlaunanna í ár. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence þar sem flutt eru ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.

Þá fékk Hildur Guðnadóttir tvær tilnefningar. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hins vegar er Hildur tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu Bathroom Dance úr myndinni.

Hildur fékk Grammy-verðlaun í fyrra fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.