Atli fær Grammy-tilnefningu Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 12:31 Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Skapti Hallgrímsson Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net. Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum. Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram. „Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net. Íslendingar áberandi á Grammy Íslendingar eru áberandi og með frábæra uppskeru í tilnefningum til á Grammy-verðlaunanna í ár. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence þar sem flutt eru ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tvær tilnefningar. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hins vegar er Hildur tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu Bathroom Dance úr myndinni. Hildur fékk Grammy-verðlaun í fyrra fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Eurovision-mynd Will Ferrell Grammy Menning Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net. Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum. Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram. „Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net. Íslendingar áberandi á Grammy Íslendingar eru áberandi og með frábæra uppskeru í tilnefningum til á Grammy-verðlaunanna í ár. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence þar sem flutt eru ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tvær tilnefningar. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hins vegar er Hildur tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu Bathroom Dance úr myndinni. Hildur fékk Grammy-verðlaun í fyrra fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl.
Eurovision-mynd Will Ferrell Grammy Menning Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51
Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00