Úlfarnir sóttu þrjú stig til Lundúna

Sigurmarkið.
Sigurmarkið. vísir/Getty

Gestirnir frá Wolverhampton urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Raul Jimenez þurfti að fara af velli eftir að hafa lent í harkalegu samstuði við David Luiz. Þrátt fyrir þetta áfall voru það gestirnir sem gerðu fyrsta markið.

Þar var að verki Pedro Neto sem rak smiðshöggið á góða sókn Úlfanna á 23.mínútu.

Heimamenn voru fljótir að svara því varnarmaðurinn Gabriel skallaði fyrirgjöf Willian í netið eftir hálftíma. 

Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með forystu í leikhléið því Daniel Podence skoraði á 42.mínútu.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og 1-2 sigur Úlfanna staðreynd. Wolves því í 6.sæti deildarinnar með 17 stig en Arsenal hefur 13 stig í 14.sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira