Milan ekki í vand­ræðum án Zlatan | Með fimm stiga for­ystu á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
AC Milan trónir á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
AC Milan trónir á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Matteo Ciambelli/Getty Images

AC Milan vann þægilegan 2-0 sigur á Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 

Mílanó-liðið var án Zlatan Ibrahimović í dag en það kom ekki að sök. Alessio Romagnoli kom Milan yfir eftir aðeins 17 mínútur eftir sendingu Franck Kessié. Sá síðarnefndi bætti svo við öðru marki tíu mínútum síðar og staðan orðin 2-0.

Kessié fékk svo gullið tækifæri til að koma Milan í 3-0 yfir hálfleik en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Staðan því 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur.

AC Milan er sem fyrr á toppi Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar – en liðið hefur ekki enn tapað leik þegar níu umferðum er lokið af deildinni. Er liðið með 23 stig og því fimm stiga forystu á nágrönnum sínum í Inter Milan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira